Friday, February 11, 2011

Sjálfsvorkun.....eða bara ekki!

Varúð - til að byrja með verður þetta mikið sjálfsvorkunarblogg.
Ég er í besta formi lífs míns akkúrat núna. Hlakkaði hrikalega til að keppa um helgina. En á hástökksæfingu á miðvikudaginn fékk ég eitthvað helvíti í hásinina, samt ekki í stökklöppina eða þá hásin sem ég var að díla við á síðasta ári - heldur hina! Þetta er ekkert alvarlegt, ég er búin að fara til læknis og sjúkraþjálfara og það eru allir mjög jákvæðir. En þar sem ég nenni sko ekki að vera að díla við þessi meiðsli næstu mánuðina þá tökum við enga sénsa á þessum bæ og því keppi ég ekki í þraut á sunnudaginn.

Þetta er sérstaklega sárt í ljósi þess hvað ég fíla mig vel og á æfingarnar og flestar keppnir hafa gengið vel undanfarið. Þetta kemur því alveg á versta tíma. Ég ákvað því að taka daginn í dag til þess að svekkja mig á þessu, taka trisespisning og allan pakkann. Ég fékk mér hrikalega sveitt lasagnea í hádegismat, sit núna og hlusta á niðurdrepandi tónlist, drekk kaffi með koffíni í, borða súkkulaðirúsínur og hnetur....og ég myndi fá mér ristað brauð með smjöri, sultu og osti, ef ég bara ætti brauð, smjör, sultu og ost....já og brauðrist. Svo fer ég í mat til Védda í kvöld og ef að Anna verður búin að baka brauð eins og alltaf ætla ég klárlega að fá mér brauð með smjöri! Þar að auki skoða ég endalaust mikið af skóm og fötum á netinu og plana hrikalegan verslunarleiðangur um leið og hásinin lagast :)

En á morgun verður sko komið annað hljóð í strokkinn og skrokkinn líka. Þá mun ég bara hlusta á "Happiness" með Alexis Jordan og gera hrikalega gott úr öllu saman. Gerast kúluvarpari í einn dag, fara með Védda, Nick og Kim til Gautaborgar og keppa í kúlu og ekkert rugl :P Þá mun ég líka segja að þetta hafi ekki getað komið upp á betri tíma. Þetta gerir að verkum að ég verð hrikalega hungruð og vel stemmd þegar kemur að því að keppa aftur í maí...hehe og reyndar nenni ég eiginlega ekki að svekkja mig á þessu það sem eftir lifir dags, miklu skemmtilegra að byrja bara strax að undirbúa sig fyrir sumarið. Þannig að ég helli kannski bara þessum kaffibolla númer tvö og sleppi brauðinu í kvöld :P Þegar ég kem heim ætla ég svo að taka aftur 30 daga hreinsun í mataræðinu mínu og já bolludagurinn fellur þar inní með ásettu ráði. Ég tók nefnilega í höndina á Gróu systir um daginn og sagði "Ég fæ mér bollu ef ég kemst á EM (bolludagurinn er nefnilega mánudagurinn eftir EM) en ég fæ mér ekki bollu ef ég kemst ekki" Maður verður að standa við skuldbindingar sínar :P

Þetta gerir nú ekki mikið til, þetta er bara eitt mót. Koma svo, ekkert rugl! Upp með húmorinn :)

3 comments:

  1. Mín kæra,

    Svona á þetta að vera og ekkert öðruvísi ... njóttu dagsins mín kæra.

    Það verður nú bara gaman að fara með þessum köppum til Gautaborgar :)

    Kv,
    U

    ReplyDelete
  2. Þú ert búin að æfa núna eftir þessu prógrammi í nokkra mánuði og finnur þvílíkan mun á þér sem er frábært! :D En ímyndaðu þér þegar þú ert búin að vera þarna úti segjum eftir ár eða tvö ár hvað þú verður búin að bæta þig þá... á þeim tíma þakkarðu fyrir að hafa hvílt þetta mót því þá eru þessi meiðsli úr sögunni og eru ekki að plaga þig af því þú varst skynsöm núna að hvíla og þá verður þetta ekki þrálát meiðsli sem eiga eftir að herja á þig sem eftir er! En það má svekkja sig í einn dag og halda svo leiðinni áfram á morgun ;) Gangi þér vel í kúluvarpinu!

    Kveðja, Helga Einarsdóttir

    ReplyDelete
  3. knús á þig yndið mitt, þú ert best og þetta verður allt í besta lagi, vittu til !

    ReplyDelete