Sunday, February 6, 2011

Lamb




Það er náttúrulega bara skammarlegt að við séum ekki enn búnar að borða lambakjöt í þessari viku. En það var (og er ennþá) sunnudagur í dag og sunnudagar eru ekki sannir sunnudagar ef það er ekki gott lambakjöt á boðstólnum. Í kvöld var ekkert til sparað enda mjög langt síðan ég (Helga) hef fengið svona gott lambakjöt. Mamma var líka í heimsókn og Gróa hefur einstaka ánægju af því að elda sitt fínasta fyrir mömmu :P
Sumsé - lambakótelettur með heimagerðu pestói. Ofnbakaðar sætar kartöflur og gulrætur með appelsínu. Fylltir sveppir með kotasælu og hvítlauk og svo að sjálfsögðu salat og gular baunir. Þetta var HIMNESKT! :)
En þetta var líka kveðjumáltíðin mín hérna á Íslandi í bili. Flýg út í fyrramálið og kem ekki aftur heim fyrr en 17. febrúar. Í þessari viku verð ég við æfingar í Vaxjö og keppi svo á sænska meistaramótinu í þraut í Norrköpping á sunnudag. Þaðan legg ég leið mína til Kaupmannahafnar og verð hjá Sibbu og Andra í þrjá daga og keppi í kúluvarpi á móti í Kaupmannahöfn á þriðjudeginum. Það vill líka svo skemmtilega til að Sibba systir á afmæli þarna á mánudeginum þannig að þetta smellur allt svona skemmtilega saman :)
Þetta er allt svo spennandi og skemmtilegt :D
Ég læt nú örugglega heyra eitthvað í mér á meðan ég verð úti, lifið heil og munið að borða lambakjöt :D

3 comments:

  1. ég fékk einmitt lambalæri í kvöldmat alveg best i heimi ;) en gangi þér vel úti og góða skemmtun :)

    ReplyDelete
  2. mikið óskaplega eruði mamma sætar :) hlakka svo til að sjá þig þann 14.feb helga mín.
    knús frá köben

    ReplyDelete
  3. Jáhh...lambið svíkur sko engann. Meira að segja feitur kjetbiti soðinn með ögn salti er herramannsmatur, þó heimagerða pestóið skemmi auðvitða ekki fyrir ;D

    ReplyDelete