Thursday, February 10, 2011

Skemmtilegheit

Lífið er skemmtilegt og þar af leiðandi uppfullt af skemmtilegheitum. Manneskjur eru jafn misjafnar og þær eru margar og meira að segja við Guðrún erum misjafnar að örlitlu leiti :P En við eigum þó mun fleira sameiginlegt en ó-sameiginlegt. Það er til dæmis ýmislegt sem við erum sammála um að er mjög skemmtilegt. Til dæmis

Að skoða auglýsingabæklinga: Ég hef áður komið inná það hérna að fimmtudagar séu einn af mínum uppáhalds dögum vikunnar (einn af fjórum uppáhalds takið eftir). En þá fyllist póstkassinn jafnan af hinum ýmsu bæklingum sem auglýsa helgartilboð á helgartilboð ofan. Það var því erfiður tími þegar lykillinn að póstkassanum var týndur svo vikum skipti og ég veit ekki hversu oft ég kom mér í bráða lífshættu með því að reyna að troða minni tröllahendi niður í póstkassann í örvæntingafullri tilraun til þess að góma einn bækling. Það tókst í undantekningatilvikum en iðulega festist ég. En til allrar lukku er lykillinn kominn í leitirnar og þar að auki má segja að Fréttablaðið sé orðið einn stór auglýsingabæklingur og því í miklu uppáhaldi hjá okkur systrum.

Að ferðast með lest: Mér (Helgu) finnst að minnsta kosti gífurlega skemmtilegt að ferðast með lest. Þrír klukkutímar í lest eru álíka lengi að líða og klukkutími í flugvél. Ég tek það þó fram að mér finnst ekki gaman að bíða eftir lest - það er kalt. Ég veit að Guðrún (já og Guðrún Eik líka :P) á einhverjar alveg stórskemmtilegar minningar frá einu af sínum lestarferðalögum.


Að taka til: Þetta finnst mér EKKI skemmtilegt en Gróu finnst þetta MJÖG skemmtilegt (sem er mjög heppilegt fyrir mig). Ég hreinlega skil ekki hvað það er sem hún fær út úr því að taka til en ég kann þó virkilega vel að meta það þegar hún biður mig um leyfi til þess að taka til í fataskápnum mínum ;)

Að spila spil: Óendanlega skemmtileg iðja - þarf ekki að fjölyrða um það. Uppáhalds spilin okkar eru skítakall, rommí og tía - já og að ógleymdu jatsí. Einum fjölskyldumeðlim finnst ekkert skemmtielgra en að spila Gámann - en það finnst okkur Gróu ekki (enda með gullfiskaminni)

Að fara eftir prógrammi: Að fylgja plani - hafa eitthvað skrifað niður á blað og vinna út frá því, eins og t.d. lyftingaprógramm eða æfingaprógramm. Ég veit fátt skemmtilegra en þegar ég fæ nýtt æfingaprógram sent að utan og Gróa kætist við að fara á lyftingaæfingu með plan í höndunum. Það er líka gaman að gera "To-do" lista og innkaupalista.

Það er svo ótrúlega margt fleira sem okkur finnst skemmtilegt, eins og til dæmis

-Að fara í sund

-Að fara á kaffihús og skoða blöð

- Að fara á bókasafn

- Að lesa inspirational quotes

- Að labba niður stigann í blokkinni

- Að elda og borða

og svo ótrúlega margt fleira

En það er líka sumt sem er ekki alveg jafn skemmtilegt og Gróa ætlar að sjá um að fræða ykkur um það í næsta bloggi......

2 comments:

  1. ó vei...fæ ég að skrifa um það sem er leiðinleg, frábært :P En þetta blogg var skemmtilegt :)

    ReplyDelete
  2. Mér finnst lestarferðir almennt mjög skemmtilegar, svo lengi sem þær fara ekki inn fyrir landamæri Hollands eða Belgíu, því þá er voðinn vís!!! ;)

    ReplyDelete